árin á skólavörðustíg

Jóhann Jónsson, matreiðslumaður, opnaði fyrst Ostabúðina á Skólavörðustíg árið 2000. Þar var boðið upp á áður óséð úrval af ostum og öðru góðgæti, auk þess sem töfraður var fram heitur matur í hádeginu. Jói bætti svo um betur og opnaði veitingastað við hlið búðarinnar árið 2015. Sá staður naut mikilla vinsælda og tók á móti fjölda fólks í kvöld- og hádegismat allt til ársins 2019, þegar staðurinn lokaði.

Aðdáendur heitreyktu gæsabringunnar þurfa þó ekki að örvænta, þar sem Jói og félagar hafa nú fært sig alfarið út á Granda og reka þar bæði glæsilegan veislusal og veisluþjónustu. Teymið hefur komið sér upp frábærri aðstöðu á Fiskislóð 26 og framleiðir þar áfram hinar sívinsælu vörur Ostabúðarinnar. Þar má helst nefna grafna og reykta kjötið þeirra, hina frægu heitreyktu gæsabringu, villibráðarpaté, sósur og dressingar.

alhliða veisluþjónusta á granda

Veisluþjónusta Ostabúðarinnar er líka á sínum stað. Eins og áður er boðið upp á fjölbreyttar veitingar í veislur af öllu tagi, osta- og kjötbakka, snittur, spjót, hátíðarveislur, villibráðarveislur og svo mætti lengi telja.

Funda- og veislusalur Ostabúðarinnar við Fiskislóð er með glæsilegasta móti og tekur um 100 manns í sæti eða 140 manns í standandi veislu. Hægt er að leigja salinn undir hvers kyns viðburðir og veisluhöld, svo sem fermingar, árshátíðir, stórafmæli, jólahlaðborð, brúðkaup o.fl. Einnig er boðið upp á þá þjónustu að fá veislumat sendan í heimahús eða aðra sali.

fyrirtækjaþjónusta — heitur matur í hádeginu

Að lokum má nefna fyrirtækjaþjónustu Ostabúðarinnar, en hún framreiðir heitan mat í hádeginu úr fersku og góðu hráefni og sendir til fyrirtækja ásamt því að bjóða upp á hádegishlaðborð á virkum dögum.

Við hlökkum til að taka á móti þér og þínum úti á Granda.

Hafðu það gómsætt!

0 stk.  „“  var bætt í körfuna