Fiskur og súpa dagsins, 8.07.19

Á Facebook síðunni okkar er fiskur dagsins settur inn alla morgna

Sjá Facebook síðuna okkar

  • Best Lunch 2013
  • “A Hidden Gem“

    Ostabúðin á Tripadvisor
  • Best Lunch 2015

Restaurant

Kæru viðskiptavinir / dear guests

Fyrirspurnir varðandi veitingahús sendist á:
For restaurant enquires you can reach us at:
pantanir@ostabudin.is

Í hádeginu tökum við aldrei borðapantanir en fyrir kvöldið er hægt að  bóka borð tilkl 19:30, eftir það eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 12 manna borð eða stærra þarf að velja samsettan matseðil fyrir borðið.

Regarding reservations we dont accept reservations for lunch, for dinner we do reservations until 19:30 daily, later in the evening we accept walk ins only. Groups larger then 12 persons will have to go for one set menu.

Allt frá árinu 2000 hafa matgæðingar og sælkerar laumað sér inn á neðri hæðina hjá okkur í hádeginu til að gæða sér á ýmsum kræsingum. En það vitið þið auðvitað. Þetta hefur frá upphafi verið verst geymda leyndarmál svæðisins.

Ostabúðin hefur verið sannkölluð vin á Skólavörðustígnum þar sem við höfum reynt eftir fremsta megni að bjóða upp á gott úrval af ferskum og óvenjulegum varningi sem hefur kitlað bragðlauka og örvað munnvatnsframleiðslu til muna í miðborginni.

Verði ykkur að góðu, Jói.

 

 

Gjafakörfur

Gjafakörfur

Ostabúðin býður uppá glæsilegt úrval af fallegum gjafakörfum og gjafaöskjum. Hefðbundin ostakarfa inniheldur sérvalda osta, sultu og kex allt eftir þínum óskum.

 

Sælkerakörfur

Sælkerakarfa að hætti Ostabúðarinnar er tilvalin gjöf fyrir alla sanna sælkera. Hún inniheldur til dæmis sérvalda osta, sultu, kex, heitreykta villigæsabringu, salami, villibráðapaté, ólífur, belgískt konfekt og svo mætti lengi telja.

Endilega hafið samband og starfsfólk okkar aðstoðar þig með ánægju

Veisluþjónusta

Bjóðum upp á veislumáltíðir af ýmsu tagi allt frá léttum hádegisverði upp í margréttaðan kvöldverð. Allt eftir óskum hvers og eins.

Ostabakkar

4-5 tegundir af ostum íslenskum og erlendum
vínber
Tilheyrandi dressingar
heimabakað brauð

Verð á mann 1.390,–

Osta og salami veisla

3 tegundir af ostum
2 tegundir af salami
Hráskinka
Laxatartar
Ólífur
Ávextir
Tilheyrandi dressingar
Heimabakað brauð

Verð á mann 2250,—

Forréttaveisla

3 tegundir af ostum
Grafið ærfille
Grafið hrossafille
Heitreykt gæsabringa
Hráskinka
Villibráðapaté
Gæsalifraterrine
Laxatartar
Salami
Ólífur
Ávextir
Tilheyrandi dressingar
Heimabakað brauð

Verð á mann 3280—

Jólaforréttaveisla

Tvítaðreykt húskarlahangikjöt

Sinnepsgljáð Bayonneskinka

Sinnep-estragon síld

Marineruð síld með pikkluðum luk

Fennel Grafinn lax

Grafið ærfillet

Grafið hrossafillet

Heitreykt gæsabringa

Villibráðapaté

Gæsalifraterrine

Prima Donna ostur

Hvítmygluostur með brenndri fíkjusultu

Ólífur

Ávextir

Tilheyrandi dressingar

Heimabakað brauð

Frönsk súkkulaðikökutíglar

Blandaðar makkarónur

Kókostoppar

Piparkökur

jarðarber

Verð per. mann. 4.680 ,—

Kokkteilsnittur

Heitreykt villigæsabringa með laukchutney á brauðsnittu
Reyklaxatartar með parmesan á brauðsnittu
Saltfiskmús með tómatmarmelaði á brauðsnittu
Salami og hvítmygluostur með basilolíu á brauðsnittu
Grafið ærfillet með rjomaosti, sólþurrkuðum tómötum og pestó
Grafið hrossafillet með hollenskum Gouda og ólífu á pinna
Hráskinka með melónu á pinna
Hráskinkurúlla með geitaosti og gráfíkjumauki á brauðsnittu
Gæsalifraterrine með epla- og olífuchutney á brauðsnittu
Sweet chilli bakaður kjúklingur á spjóti.
Rækja með paprikusalsa á pinna
Innbökuð gæsalæri confit með gráfíkjumauki

Verð per. stk. 295 ,—

Ostapinnar

Ostateningur með salami & ólífu á pinna
Ostateningur með chorizo og vínberi á pinna
Ostateningur með hráskinku og melónu á pinna
Ostateningur með agúrku og papriku á pinna

Verð per. stk. 145 ,—

Léttir réttir

Súpa dagsins
Fiskisúpa
Bruschetta með tómötum, mozzarella og hráskinku
Bruschetta með tómötum, mozzarella og reyktum lax
Salat hússins
Smurð baguette
Fylltar tortillur

Desertbitar

Frönsk súkkulaðikaka í litlum bitum

Súkkulaðihjúpuð jarðaber

Noble – Belgískir konfektbollar – Blandaðar tegundir

Verð per. stk. 155 ,—

 

Delicatessen

Ostaborð

Ostaborðið okkar er alltaf vel útilátið af ostum, íslenskum og erlendum. Við bjóðum upp á kúa-, geita-, og kindaosta auk þess sem við lögum okkar eigin rjómaosta.

 

Forrétta- & áleggsborð

Í forétta- og áleggsborðinu má finna sérverkað kjöt og fiskmeti að hætti Ostabúðarinnar, til dæmis okkar fræga heitreykta gæsabringa, grafið ærfillet, grafið hrossafillet, villibráða paté, gæsalifrarterrine og laxatartar. Auk þess bjóðum við upp á gott úrval af salami pulsum.

Í búðinni erum við svop með gott úrval af sósum og dressingum með öllum forréttum.

Vöruúrval

Vörurnar í búðinni eru sérvaldar af starfsfólkinu okkar og má þar helst nefna vörurnar frá franska merkinu Oliviers&Co sem inniheldur meðal annars einstaklega góðar kaldpressaðar olíur, ýmiskonar edik, krydd, kryddolíur, pasta og pestó.

Einnig bjóðum við uppá belgískt konfekt frá Noble sem er ómótstæðilegt efir vel heppnaða máltíð eða með kaffinu.

Önnur vörumerki eru til að mynda Crabtree&Evelyn, Stonewall Kitchen og dönsku berjasulturnar frá Selleberg

Auk þess má nefna að á hverjum degi er bakað brauð á staðnum.